Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Drama­tísk­ur sig­ur Árna og fé­laga

Árni og lið hans Kolos Kovalivka vann drama­tísk­an sig­ur í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/koloskovalivka.com

Kolos Kovalivka lagði Olexandriya á dramatískan hátt, 2-1, í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Árni Vilhjálmsson var á meðal vara­manna Kolos Kovalivka en kom inn af varamannabekknum á 71. mínútu og lék því síðustu mínúturnar.

Leikurinn var mestmegnis nokkuð jafn og staðan var 1-1 þegar Árni kom inná völlinn. Í lok upp­bót­ar­tím­ans, þegar allt virt­ist stefna í jafntefli skoraði Evgeniy Smyrniy sigurmark fyrir Kolos Kovalivka eftir vel útfærða skyndisókn.

Með sigrinum fer Kolos Kovalivka upp í 6. sæti deildarinnar, það síðasta sem gef­ur þátt­töku­rétt í efra umspili deildarinnar. Þrjár umferðir eru eft­ir í deilda­keppn­inni áður en henni verður skipt í tvennt, þar sem sex lið verða í efri hlut­an­um og jafn­mörg í þeim neðri.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun