Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Drama­tík hjá Rubin Kazan – Viðar Örn lagði upp jöfn­un­ar­markið

Selfyssingurinn Viðar Örn var arkitektinn að drama­tísku jafn­tefli Rubin Kazan.

Mynd/msk.kp.ru

Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í rússneska liðinu Rubin Kazan fóru í heimsókn til Akhmat í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Þar náði Rubin Kazan drama­tísku jafn­tefli eftir að lent undir í fyrri hálfleik. Viðar Örn hóf leik­inn á vara­manna­bekkn­um en kom inn á sem varamaður á 73. mínútu leiksins.

Í upp­bót­ar­tíma fékk Rubin Kazan skyndisókn þar sem Khvicha Kvaratskhelia skoraði og tryggði liðinu drama­tískt stig. Það var enginn annar en Selfyssingurinn Viðar Örn sem lagði upp markið.

Dýr­mætt stig fyr­ir Rubin Kazan sem er með 18 stig og situr í 14. sæti, sem er sérstakt umspilssæti um að forðast fall.

Aron í byrjunarliði Újpest

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Újpest þegar liðið lagði Paksi, 4-2, á útivelli í efstu deildinni í Ungverjalandi í dag.

Aron var tekinn af velli eftir klukkutíma leik, í stöðunni 3-0. Újpest er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 14 umferðum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið