Myndskeið
Dramatík hjá Rubin Kazan – Viðar Örn lagði upp jöfnunarmarkið
Selfyssingurinn Viðar Örn var arkitektinn að dramatísku jafntefli Rubin Kazan.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/msk.kp.ru
Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í rússneska liðinu Rubin Kazan fóru í heimsókn til Akhmat í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
Þar náði Rubin Kazan dramatísku jafntefli eftir að lent undir í fyrri hálfleik. Viðar Örn hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 73. mínútu leiksins.
Í uppbótartíma fékk Rubin Kazan skyndisókn þar sem Khvicha Kvaratskhelia skoraði og tryggði liðinu dramatískt stig. Það var enginn annar en Selfyssingurinn Viðar Örn sem lagði upp markið.
Dýrmætt stig fyrir Rubin Kazan sem er með 18 stig og situr í 14. sæti, sem er sérstakt umspilssæti um að forðast fall.
Aron í byrjunarliði Újpest
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Újpest þegar liðið lagði Paksi, 4-2, á útivelli í efstu deildinni í Ungverjalandi í dag.
Aron var tekinn af velli eftir klukkutíma leik, í stöðunni 3-0. Újpest er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 14 umferðum.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 4 dagar síðanÁrni skoraði tvö og lagði eitt upp
Árni átti í dag frábæran leik fyrir Kolos Kovalivka en hann skoraði tvö mörk...
eftir Íslendingavaktin -
Fréttir
/ 5 dagar síðanÖgmundur skráði nafn sitt í sögubækurnar
Ögmundur skráði sig í sögubækurnar í grísku úrvalsdeildinni með því að verða fyrsti markvörðurinn...
eftir Íslendingavaktin