Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Djurgården með góðan sigur

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt í dag marki sínu hreinu þegar Djurgården vann 3-0 sigur.

Guðbjörg hélt marki sínu hreinu í dag. Mynd/Djurgården

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt marki sínu hreinu þegar Djurgården vann 3-0 sigur á heimavelli gegn Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir framan Guðbjörgu, í miðvarðarstöðunum, voru þær Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þær allar þrjár spilaðu allan leikinn í dag.

Heimakonur í Djurgården komust yfir með marki frá Olivia Schough á 33. mínútu og þá skoraði Mia Jalkerud í tvígang fyrir liðið í síðari hálfleik. Flottur 3-0 heimasigur staðreynd hjá Djurgården.

Gengi Djurgården á leiktíðinni hefur verið nokkuð brösótt en liðið var í dag að vinna sinn annan leik á leiktíðinni og er nú komið upp í 8. sæti deildarinnar og upp í 6 stig.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård sem gerði markalaust jafntefli við Linköping í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni en Anna Rakel Pétursdóttir var í byrjunarliðinu hjá Linköpings. Þær báðar spiluðu allan leikinn.

Glódís Perla og liðsfélagar hennar í Rosengård er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig og aðeins einu stigi á eftir toppliði Kopparbergs/Göteborg. Linköpings, lið Önnu Rakelar, er einnig með 14 stig en með lakari markatölu en Rosengård.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun