Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Djurgården komst í undanúrslit

Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan tímann er Djurgår­d­en komst áfram í undanúrslit.

Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með Íslandi gegn Hollandi á Algarve-mótinu í síðustu viku. ÍV/Getty

Íslendingaliðið Djurgår­d­en komst í dag áfram í undanúrslit í bikarkeppni kvenna í Svíþjóð eftir að unnið 1-0 sigur á Eskilstuna.

Það var sjálfsmark Eskilstuna sem tryggði Djurgården sigur í leiknum en það kom á 74. mínútu leiksins.

Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði Djurgår­d­en og léku allan tímann sem miðverðir í leiknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir er einnig á mála hjá liðinu en hún var fjarverandi vegna meiðsla.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun