Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon steinlá fyrir PSG

Dijon, lið Rúnars Alex, steinlá í kvöld fyrir PSG í frönsku bikarkeppninni.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans í Dijon steinlágu í kvöld fyrir PSG, 6-1, í frönsku bikarkeppninni.

Rúnar Alex stóð í marki Dijon í kvöld og þurfti því að sækja boltann sex sinnum úr marki sínu. Pablo Sarabia skoraði tvö mörk hjá honum, þeir Kylian Mbappé og Thiago Silva sitt markið hvor og þá skoraði Dijon-liðið tvö sjálfsmörk. Mounir Chouiar skoraði eina mark Dijon á 13. mínútu leiksins.

Rúnar Alex mun vera í marki Dijon næstu mánuðina og fær tæki­færi til þess að sanna sig á ný hjá liðinu. Alfred Gomis, sem hef­ur verið aðal­markvörður Dijon á leiktíðinni, verður frá keppni næstu 2-3 mánuðina vegna meiðsla.

Albert Guðmundsson var ekki í leikmananhópi AZ Alkmaar þegar liðið beið lægri hlut fyrir NAC Breda, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni. Albert er frá vegna meiðsla en nú styttist óðum í endurkomu hans á keppnisvöllinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun