Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon náði jafn­tefli gegn Bordeaux

Rúnar Alex og samherjar í Dijon nældu sér í fínt stig gegn Bordeaux.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar í Dijon nældu sér í fínt stig í kvöld þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Bordeaux á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar Alex stóð í marki Dijon allan leikinn. Mounir Chouiar kom Dijon yfir á 16. mínútu leiksins en Ui-Jo Hwang jafnaði metin fyrir Bordeaux á 35. mínútu og var staðan í hálfleik 1-1.

Jimmy Briand kom Bordeaux í forystu á 64. mínútu en Mounir Chouiar jafnaði í 2-2 á 72. mínútu og urðu það lokatölur leiksins.

Dijon er hins vegar komið niður í fallumspilssæti, í 18. sæti, eftir úrslit kvöldsins en þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti.

Ari Freyr á bekknum í tapi

Ari Freyr Skúlason sat allan tímann á varamannabekk Oostende þegar liðið beið lægri hlut fyrir Kortrijk, 3-0, í belgísku úrvalsdeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Oostende tapar og liðið er áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 86 mínúturnar í 1-0 tapi Lommel gegn Westerlo í belgísku B-deildinni. Lommel er í sjötta sæti af átta liðum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun