Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon í slæm­um mál­um eft­ir tap

Rúnar Alex lék í 3-0 tapi í Frakklandi í dag.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og fé­lag­ar í Dijon eru í vond­um mál­um í frönsku úrvalsdeildinni eft­ir 3-0 tap gegn Nantes í dag.

Rúnar Alex stóð í dag allan tímann í marki Dijon sem situr í næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá öruggu deildarsæti, eftir úrslit dagsins.

Dijon tapaði 1-0 um síðustu helgi fyrir Caen sem hirti þar umspilsfallsætið af Rúnari og félögum í Dijon. Caen er með tveimur stigum meira en Dijon.

Dijon-liðið rær því lífróður næstu vikurnar en þrír leikir eru eftir af leiktíðinni í Frakklandi. Liðið spilar við Strasbourg, PSG og Touluse í síðustu umferðunum í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun