Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon gerði jafn­tefli við Monaco

Rúnar Alex og félagar í Dijon urðu að láta sér lynda jafn­tefli gegn Monaco.

ÍV/Getty

Dijon, lið Rúnars Alex Rúnarssonar, varð að láta sér lynda 1-1 jafn­tefli gegn Monaco á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar Alex stóð í markinu hjá Dijon allan tímann og varði fimm skot, ef marka má tölfræði SofaScore. Mama Baldé kom Dijon yfir á 56. mínútu leiksins eft­ir lag­leg­an ein­leik í gegnum vörn Monaco.

Guillermo Maripan jafnaði metin fyrir Monaco á 79. mínútu en hann náði þá frákasti eftir markvörslu Rúnars Alex. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Dijon er komið upp í 17. sæti deildarinnar og hefur nú 27 stig, en með jafnmörg stig og Nimes, sem er í svokölluðu fallumspilssæti um að forðast fall.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun