Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon enn á botn­in­um án sig­urs

Rúnar Alex og fé­lag­ar enn án sig­urs í Frakklandi.

ÍV/Getty

Ekk­ert geng­ur hjá Rúnari Alex Rúnarsyni og félögum hans í franska úrvalsdeildarliðinu Dijon.

Liðið lék sinn fjórða leik í deildinni í kvöld og er það enn á stiga eftir 2-0 tap gegn Angers á útivelli. Rúnar Alex stóð á milli stanganna hjá Dijon í leiknum.

Angers náði forystunni í leiknum á 50. mínútu þegar Ngonda Muzinga, leikmaður Dijon, gerðist sekur um afar klaufaleg mistök með því að skalla knöttinn í sitt eigið net.

Angers tvöfaldaði forystuna með marki á 71. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Rúnar hafði náð að verja skallatilraun í aðdragandanum en leikmaður Angers náði frákastinu og setti knöttinn í netið. Lokatölur 2-0 fyrir Angers.

Dijon er því án stiga á botni frönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun