Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dijon bjargaði sér frá falli – Rúnar Alex meidd­ist í upp­hit­un

Rúnar Alex gat ekki gefið kost á sér í leik með Dijon þegar liðið bjargaði sér frá falli í kvöld.

Rúnar Alex meiddist í upphitun fyrir leik Dijon og Lens í kvöld. ÍV/Getty

Dijon bjargaði sér frá falli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld með 3-1 sigri á Lens í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Dijon vinnur einvígið 4-2 samanlagt.

Naim Sliti kom Dijon á bragðið með marki á 28. mínútu og um tíu mínútum síðar jafnaði Lens metin í 1-1 þegar Jean-Kevin Duverne skoraði skallamark eftir aukaspyrnu.

Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks skoraði Wesley Said fyrir Dijon eftir slæm mistök markvarðar Lens. Enn og aftur gerði markvörður Lens sig sekan um mistök en þá var ein mínúta liðin af uppbótartímanum í síðari hálfleik. Naim Sliti nýtti sér þau mistök og skoraði þriðja markið fyrir Dijon og liðið sigldi því 3-1 sigri í höfn.

Landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti að byrja inn á í liði Dijon í kvöld en meiðsli komu í veg fyrir það. Hann þurfti að draga sig úr leikmannahópi liðsins, en það var Mbl.is sem sagði fyrst frá.

Dijon greindi frá því á Twitter-síðu sinni að Rúnar Alex hafi meiðst í upphitun fyrir leikinn og þá sagði franski miðilinn Le Bien Pu­blic að hann hafi verið stúrinn yfir þessu og yfirgefið völlinn með tárin í augunum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun