Umfjöllun
Diego spilaði í sigri Real Oviedo
Diego Jóhannesson kom við sögu í sigri Real Oviedo í spænsku B-deildinni í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Diego í leik Real Oviedo á leiktíðinni. ÍV/Getty
Diego Jóhannesson kom inn á sem varamaður og spilaði síðasta hálftímann í 2-0 sigri Real Ovideo á Gimnastic í spænsku B-deildinni í dag.
Diego var skipt inn á þegar 56. mínútur voru liðnar af leiknum og lék restina í stöðu hægri vængbakvarðar.
Það voru þeir Joselu og Christian Fernandez, liðsfélagar Diego, sem sáu um markaskorun liðsins í dag.
Síðasta mánudag endurnýjaði Diego samning sinn við Real Oviedo til sumarsins 2021.
Digeo er uppalinn á Spáni en faðir hans er frá Íslandi. Hann á að baki þrjá leiki með A-landsliði Íslands.
Leikmaðurinn, sem er 25 ára, hefur einungis leikið fyrir Real Oviedo á atvinnumannaferli sínum. Alls á hann að baki yfir 100 deildarleiki fyrir félagið.
Real Oviedo fer upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Fyrstu tvö sætin gefa sæti í efstu deild á meðan 3.-6. sæti fara í umspil.

Ekki missa af
-
Fréttir
/ 1 vika síðanStefan Alexander til lettnesku meistaranna
Stefan Alexander er orðinn leikmaður lettneska meistaraliðsins FC Riga.
eftir Íslendingavaktin -
Umfjöllun
/ 1 vika síðanKjartan enn og aftur á skotskónum – Í sögubækurnar hjá Vejle
Kjartan Henry hefur heldur betur látið að sér kveða með Vejle á árinu.
eftir Íslendingavaktin