Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Diego sneri aftur í byrjunarliðið í sigri Oviedo

Diego Jóhannesson var mættur aftur í byrjunarlið Oviedo sem vann útisigur í dag.

Diego í leik Real Oviedo á leiktíðinni. ÍV/Getty

Diego Jóhannesson var mættur aftur í byrjunarlið Real Oviedo þegar liðið fór í heimsókn til Almeria í spænsku 1. deildinni í dag.

Markalaust var eftir fyrri hálfleiks en eina mark leiksins kom snemma í þeim seinni. Sergio Tejere var þar á ferðinni fyrir Ovideo með fínu marki fyrir utan teig.

Diego var að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni með Ovideo frá því í byrjun mars. Hann hafði þrisvar sinnum komið við sögu sem varamaður í síðustu sjö leikjum liðsins. Oviedo vann aðeins tvo leiki í þeim leikjum og félagið ákvað í síðustu viku að skipta um stjóra.

Real Oviedo hefur á leiktíðinni verið í kringum umspilssæti og er nú í 8. sæti með 56 stig, tveimur stigum á eftir Malaga sem er í neðsta umspilssætinu. Fyrstu tvö sætin gefa sæti í efstu deild á meðan 3.-6. sæti fara í umspil.

Í síðasta mánuði endurnýjaði Diego samning sinn við Ovideo til ársins 2021.

Digeo er uppalinn á Spáni en faðir hans er frá Íslandi. Hann á að baki þrjá leiki með A-landsliði Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun