Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Diego með stoðsend­ingu í tapi

Diego Jóhannesson lagði upp í tapi Real Oviedo í dag.

Diego Jóhannesson lagði upp sitt fyrsta mark á leiktíðinni þegar lið hans Real Ovideo tapaði 2-1 fyrir Fuenlabrada í spænsku 1. deildinni í dag.

Diego lagði því upp eina mark Real Oviedo í leiknum en leikurinn var liður í 3. umferð deildarinnar. Diego, sem lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, átti fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Alfredo Ortuno sem kom knettinum og jafnaði leikinn í 1-1 rétt fyrir leikhlé.

Leikmaður Real Oviedo sá rautt þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og leikmenn Fuenlabrada nýttu sér það vel og náðu að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins. Lokatölur 2-1, Fuenlabrada í vil.

Real Oviedo hefur farið illa af stað í deildinni en fyrir leikinn var liðið aðeins búið að ná í jafntefli. Liðið er því aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki og er sem stendur í 20. sæti deildarinnar.

Í ítölsku B-deildinni sat Sveinn Aron Guðjohnsen allan tímann á varamannabekknum hjá Spezia þegar liðið beið lægri hlut fyrir Crotone, 2-1, á heimavelli sínum í 2. umferð deildarinnar í dag. Spezia sigraði í fyrstu umferðinni og er með 3 stig í 5. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun