Fylgstu með okkur:

Fréttir

Diego endurnýjar samning sinn við Oviedo

Diego Jóhannesson framlengir við Real Oviedo til sumarsins 2021.

ÍV/Getty

Diego Jóhannesson hefur endurnýjað samning sinn við spænska B-deildarfélagið Real Oviedo. Félagið tilkynnti þetta í kvöld.

Diego, sem er 25 ára, endurnýjar samning sinn við félagið til sumarsins 2021.

Leikmaðurinn hefur einungis leikið fyrir Real Oviedo á atvinnumannaferli sínum. Fyrst lék hann með B-liði félagsins um tveggja ára skeið, en árið 2014 lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Digeo er uppalinn á Spáni en faðir hans er frá Íslandi.

Diego var lengi opinn fyrir því að leika fyrir Íslands hönd og árið 2016 lék hann sinn fyrsta aðallandsleik. Alls eru þeir orðnir þrír talsins.

Diego, sem leikur iðulega sem hægri bakvörður, hefur verið lykilleikmaður Ovieo á núverandi leiktíð. Lið hans situr í áttunda sæti deildarinnar, með 44 stig, og á enn góðan möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í spænsku úrvalsdeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir