Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Diego átti góðan leik í tapi Oviedo

Diego Jóhannesson var meðal bestu manna þegar lið hans Real Oviedo tapaði í dag.

ÍV/Getty

Diego Jóhannesson Pando átti góðan leik og var meðal bestu manna þegar lið hans Real Oviedo beið lægri hlut fyrir Tenerife, 2-1, á útivelli í spænsku 1. deildinni í dag.

Tenerife skoraði með marki úr vítaspyrnu rétt undir lok fyrri hálfleiks og þá tvöfaldaði liðið forystuna á 65. mínútu. Joselu minnkaði muninn í eitt mark fyrir Ovidedo á 77. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1 fyrir Tenerife.

Spænski miðilinn ElDesmarque valdi Diego sem mann leiksins.

„Diego sýndi góðan karakter og skilaði góðu mjög framlagi hægra megin á vellinum, bæði í vörn og sókn. Leikur hans einkenndist af öryggi og miklum áreiðanleika,“ sagði í umsögn ElDesmarque um frammistöðu Diego í leiknum í dag.

Real Oviedo, lið Diego, hefur á leiktíðinni verið í baráttu um að ná umspilssæti en liðið er nú fjórum stigum frá slíku sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun