Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Darmstadt með sigur á toppliðinu

Guðlaugur Victor og félagar hans í Darmstadt lögðu topplið Köln að velli í þýsku B-deildinni.

Topplið FC Köln í þýsku B-deildinni tók í dag á móti Guðlaugi Victori og félögum í Darmstadt. Alls voru 50 þúsund áhorfendur mættir til að sjá leikinn.

Guðlaugur Victor lék að venju á miðjunni hjá Darmstadt í leiknum og spilaði allan tímann.

Það voru gestirnir í Darmstadt sem byrjuðu betur og skoruðu á 34. mínútu en þar var á ferðinni Serdar Dursun. Darmstadt fór með 0-1 forystu inn í leikhléið.

Eftir leikhléið sóttu heimamenn hart að Guðlaugi Victori og félögum og á 66. mínútu leiksins skoraði Jhon Cordoba laglegt skallamark sem markvörður Darmstadt átti ekki möguleika í. Tíu mínútum síðar náði Darmstadt aftur forystu þegar Felix Platte náði að skora skallamark inn í teig Köln eftir misheppnað úthlaup markvarðarins Timo Horn.

1-2 útisigur hjá Darmstadt, sem er öruggt með sæti í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð, en liðið er með 40 stig eða ellefu stigum meira en Ingolstadt, sem er í umspilsfallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun