Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Darmstadt komið á skrið – Rúrik byrjaði í tapi

Darmstadt, með Guðlaug Victor innanborðs, vann sinn þriðja sig­ur í röð í þýsku B-deildinni.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og liðsfélagar hans í Darmstadt halda áfram að fikra sig upp á stiga­töfl­unni í þýsku B-deildinni, en þeir hrósuðu í dag 2-1 útisgiri gegn Nürnberg.

Guðlaugur Victor var að venju í byrjunarliði Darmstadt og lék allan leikinn á miðri miðjunni. Darmstadt lenti undir í fyrri hálfleik en liðið sneri við taflinu með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Sigurmarkið gerði Dario Dumic á 89. mínútu leiksins.

Þetta var þriðji sigurinn í röð hjá Darmstadt í deildinni og liðið er komið upp í 7. sæti deildarinnar og í 23 stig þegar leiknar hafa verið 23 umferðir.

Rúrik í byrjunarliðinu í tapi

Rúrik Gíslason fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Sandhausen þegar liðið tók á móti Karlsruher SC. Leiknum lauk með 2-0 sigri Karlsruher og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Rúrik var tekinn af velli í hálfleik en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur síðan í nóvember á síðasta ári. Sandhausen er í 11. sæti með 27 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun