Fylgstu með okkur:

Fréttir

Daníel samdi við Helsingborg

Daníel Hafsteinsson er geng­inn til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg.

Daníel í treyju Helsingborg. Mynd/hd.se

Daníel Hafsteinsson skrifaði í dag und­ir þriggja og hálfs árs samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Þetta var staðfest á vef fé­lags­ins.

„Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir hjá félaginu og hlakkar til að byrja að spila,“ sagði Daníel eftir undirskrift.

Daníel, sem er 19 ára miðjumaður, var búinn að vera lykilleikmaður KA-liðsins í sumar í Pepsi Max-deild­inni á tíma­bil­inu en hann lék 40 leiki fyrir liðið frá árinu 2017 og skorað í þeim 4 mörk. Hann á þá að baki 15 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 11. sæti af 16 liðum. Andri Rúnar Bjarnason átti góðu gengi að fagna með liðinu á meðan hann lék þar undanfarin ár en hann var seldur frá félaginu í síðasta mánuði og gekk í raðir þýska félagsins Kaiserslautern.

Daníel er sjöundi Íslendingurinn sem gengur til liðs við Helsingborg. Áður hafa þeir Hilmar Björnsson, Alfreð Finnbogason, Guðjón Pétur Lýðsson, Ólafur Ingi Skúlason og Arnór Smárason spilað fyrir liðið, ásamt Andra Rúnari.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir