Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Daníel og Aron Elís léku báðir í sigri Álasunds

Íslendingaliðið Álasunds vann 1-0 sigur í norsku B-deildinni í dag.

Íslendingaliðið Álasunds spilaði í dag sinn annan leik í norsku B-deildinni.

Álasunds tók á móti Kongsvinger og þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarsson léku allan tímann í leiknum.

Álasunds bar sigur úr býtum í dag og það var aðeins eitt mark sem réði úrslitum. Joregen Hatlehol skoraði fyrir Álasunds á 12. mínútu leiksins.

Um síðustu helgi mættust Álasunds og Start í Íslendingaslag í fyrstu umferðinni. Álasunds hafði í betur í þeim leik, 0-1.

Hólmbert Aron Friðjónsson er einnig á mála hjá Álasunds en hann varð fyrir meiðslum gegn Start um síðustu helgi og það er líklegt að hann hafi misst af leiknum í dag vegna þeirra.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun