Fylgstu með okkur:

Fréttir

Daníel Leó í liði um­ferðar­inn­ar

Daníel Leó er í liði um­ferðar­inn­ar í norsku 1. deildinni.

Mynd/Stavanger Aftenblad

Daníel Leó Grétarsson var valinn í lið um­ferðar­inn­ar í norsku 1. deildinni eftir frammistöðu sína með Álasund gegn Skeid um síðustu helgi.

Daníel Leó þótti leika afar vel í hjarta varn­ar­inn­ar hjá Álasund þegar liðið lagði Skeid að velli, 1-0, á laugardaginn. Daníel Leó lék allan leikinn fyrir Álasund og sömu sögu er að segja um Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson en Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu leiksins.

Álasund styrkti stöðu sína í norsku 1. deildinni enn frekar með sigrinum um síðustu helgi. Liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 16 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir