Fylgstu með okkur:

Fréttir

Daníel Leó í fjórða sinn í liði um­ferðar­inn­ar

Daníel Leó var í dag val­inn í fjórða sinn í lið um­ferðar­inn­ar í norsku 1. deildinni.

Mynd/Sunnmørsposten

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, leikmaður norska 1. deildarliðsins Álasunds, heldur svo sannarlega áfram að gera það gott með liði sínu en hann var í dag val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í fjórða sinn á þessari leiktíð.

Daníel Leó átti góðan leik í vörn Álasunds þegar liðið sigraði Hamarkameratene 5-2 í norsku 1. deildinni í gær. Þeir Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Álasund og lögðu upp sitt markið hvor í leiknum. Daníel Leó lék fyrstu 69 mínúturnar og Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inn á sem varamaður og spilaði síðasta korterið.

Álasund hefur nú unnið átta sigra í röð í deildinni og er með 43 stig á toppi deild­ar­inn­ar, ellefu stigum á undan Start og Sandefjord að loknum 20 umferðum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir