Fylgstu með okkur:

Fréttir

Daníel Leó á meðal efstu manna – Íslend­ing­ar ofarlega í tölfræðinni

Íslendingar eru ofarlega á blaði í nokkrum tölfræðiþáttum í norsku 1. deildinni.

Mynd/bt.no

Nokkrir Íslendingar eru á meðal efstu manna í töl­fræðinni í norsku 1. deildinni.

Daníel Leó Grétarsson hef­ur verið öflugur í vörninni hjá Álasund það sem af er tíma­bili en hann er í fimmta sæti yfir hæstu leikmenn í einkunnagjöfinni hjá norska miðlinum Dagsavisen. Daníel Leó er með 5,83 í einkunn eftir 23 leiki. Hæsta einkunn, sem hægt er að fá, er 7.

Aron Sigurðarson, leikmaður Start, er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk og er í 4. sæti yfir þá sem hafa flestar stoðsendingar, með 7.

Þá hefur Davíð Kristján Ólafsson gefið 6 stoðsendingar og er í 5. sæti ásamt þremur öðrum leikmönnum yfir flestar stoðsendingar.

Aðrir Íslendingar sem leika í deildinni eru Aron Elís Þrándarson hjá Álasund (með 6 mörk og 5 stoðsendingar), Hólmbert Aron Friðjónsson hjá Álasund (með 6 mörk og eina stoðsendingu), og Viðar Ari Jónsson hjá Sandefjord (með eitt mark og tvær stoðsendingar).

Íslendingaliðin þrjú í deildinni, Álasund, Start og Sandefjord eru í efstu þremur sætunum þegar sjö umferðum er ólokið. Álasund trónir á toppi deildarinnar með 60 stig og hefur ellefu stiga forskot á bæði Start og Sandefjord, en Start er í öðru sætinu með betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir