Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagur skoraði í öðrum leikn­um í röð

Dagur Dan skoraði í öðrum leikn­um í röð fyr­ir Kvik Halden.

Mynd/ha-halden.no

Dagur Dan Þórhallsson er að gera góða hluti með norska 2. deildarliðinu Kvik Halden, en hann er í láni frá Mjøndalen í Noregi.

Dagur Dan skoraði í öðrum leiknum í röð í 1-0 sigri á Vidar á útivelli í dag en hann lék allan leikinn.

Dagur Dag hefur sjö leiki fyrir Kvik Halden og í þeim hefur hann nú gert fjögur mörk. Í síðasta leik gerði hann tvö mörk í sigri liðsins á Sola.

Kvik Halden er í harðri baráttu um að komast upp í norsku 1. deildina en með sigrinum er liðið komið upp í toppsætið með 46 stig þegar fimm umferðum er ólokið. Fyrsta sætið í norsku 2. deildinni fer beint upp um deild á meðan liðið í öðru sæti fer í umspil um laust sæti.

Í dönsku C-deildinni stóð Elías Rafn Ólafsson á milli stanganna hjá Århus Fremad sem virðist vera óstöðvandi en liðið vann í dag 3-0 sigur á Vejgaard.

Århus Fremad er á toppi deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum meira en AB sem er í öðru sæti eftir 9 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun