Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Dagur skoraði gegn Krasnodar – Myndband

Dagur Dan skoraði í æfingaleik gegn rússneska úrvalsdeildarliðinu Krasnodar.

Mynd/miffotball.no

Dagur Dan Þórhallsson var á skotskónum í gær með liði sínu Mjøndalen í æfingaleik á Marbella á Spáni gegn rússneska úrvalsdeildarliðinu Krasnodar.

Leikurinn endaði með 4-3 sigri Krasnodar. Dagur Dan hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og fiskaði víta­spyrnu og skoraði úr henni sjálf­ur rúmum tuttugu mín­út­um fyr­ir leiks­lok. Jón Guðni Fjóluson lék ekki með Krasnodar.

Dagur Dan gekk til liðs við Mjøndalen á síðasta ári en fékk lítið að spreyta sig með liðinu í norsku úrvalsdeildinni. Hann lék á lánssamningi með norska C-deildarliðinu Kvik Halden á síðari hluta síðasta tíma­bils þar sem hann skoraði fimm mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið