Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagur inn­siglaði sig­ur­inn

Dagur Dan var á skotskónum fyrir Kvik Halden í dag.

Mynd/ha-halden.no

Dagur Dan Þórhallsson reimaði á sig skotskóna í dag en hann skoraði þriðja og síðasta mark Kvik Halden þegar liðið vann Byåsen, 3-1, í norsku 2. deildinni.

Staðan var 1-1 að loknum fyrri hálfleik en á 60. mínútu leiksins komst Kvik Halden yfir. Dagur Dan innsiglaði svo sigur Kvik Halden þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1.

Dagur Dan, sem er í láni frá Mjøndalen í Noregi, hefur nú skorað fimm mörk fyrir Kvik Halden í aðeins tíu deildarleikjum á leiktíðinni.

Kvik Halden er í harðri baráttu um að komast upp í norsku 1. deildina en með sigrinum fór liðið upp í toppsætið með 55 stig þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Fyrsta sætið í norsku 2. deildinni fer beint upp um deild á meðan liðið í öðru sæti fer í umspil um laust sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun