Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Dagný spilaði í drama­tísk­um sigri

Dagný spilaði í drama­tísk­um sigri Portland í kvöld.

Mynd/Capital Gazette

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Portland Thorns sem vann frábæran 4-3 sigur á Or­lando Pri­de í banda­rísku at­vinnu­deild­inni í kvöld þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma, að viðstöddum 18.909 áhorfendum.

Dagný spilaði í kvöld allan leikinn fyrir Portland sem komst með sigrinum upp að hlið North Carol­ina á topp deildarinnar. Portland hefur nú 22 stig eftir 12 leiki og er í 2. sæti deildarinnar vegna lakari markatölu en North Carol­ina.

Heyley Raso og Marga­ret Purce skoruðu fyrstu tvö mörk Portland og liðið var komið með 2-0 forystu eftir klukkutíma leik en fljótlega eftir annað markið hjá Portland minnkaði Or­lando Pri­de muninn niður í eitt mark, 2-1.

Fimm mínútum eftir mark Orlando skoraði Christine Sinclair þriðja markið fyrir Portland og það mark virtist ætla að duga liðinu til sigurs en svo varð ekki, því þau áttu eftir að verða fleiri.

Emily Menges, leikmaður Portland, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 68. mínútu og á 90. mínútu leiksins jafnaði Orlando metin í 3-3, en á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tíma tókst Tyler Lussi að skora sig­ur­markið fyrir Portland eftir hornspyrnu, sem má sjá hér að neðan. Ótrúlegur sigur hjá Dagnýju og samherjum hennar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið