Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagný sneri aftur á völlinn í gær

Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á völlinn eftir 18 mánaða fjarveru.

ÍV/Getty

Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á völlinn í gærkvöldi í 0-2 sigri Portland Thorns á Orlando Pride í bandarísku kvennadeildinni.

Portland Thorns skoraði sitt fyrra mark í lok fyrri hálfleiks og það seinna í byrjun seinni hálfleiks.

Dagný byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 71. mínútu leiksins. Hún spilaði því tæpar tuttugu mínútur í gær.

Dagný hefur verið frá keppni í langan tíma en hún eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Hún var í gær að spila sinn fyrsta leik í 18 mánuði.

Dagný vann banda­ríska meist­ara­titil­inn með Portland Thorns fyrir tveimur árum en var í barneignafríi á allri síðustu leiktíð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun