Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagný skoraði í sigri

Dagný Brynj­ars­dótt­ir var á skotskónum fyrir Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Mynd/Portland

Dagný Brynj­ars­dótt­ir skoraði eitt mark fyr­ir Portland Thorns í sigri liðsins, 3-1, á Orlando Pride í bandarísku kvennadeildinni í nótt. Þetta var fyrsta mark Dagnýjar á leiktíðinni.

Orlando-liðið náði forystunni í leiknum en á 28. mínútu jafnaði Dagný metin fyrir Portland Thorns. Hún fylgdi vel á eftir frákasti inn í vítateig Orlando og náði að skora.

Portland Thorns bætti við tveimur öðrum mörkum sitt hvorum megin við leikhléið og stóð á endanum uppi sem sigurvegari í leiknum.

Dagný og stöllur í Portland Thorns eru í 4. sæti bandarísku kvennadeildarinnar með 8 stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Mark Dagnýjar í leiknum:

Gunnhildur lék í tapi

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur hennar í Utah Royals þurftu að sætta sig við 1-2 tap gegn Houstan Dash á heimavelli í bandarísku kvennadeildinni í gærkvöld.

Gunnhildur og samherjar hennar í Royals voru í gær að tapa sínum fyrstu stigum í deildinni. Royals er með 9 stig í 2. sæti eftir fjóra leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun