Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Dagný og stöllur hennar með góðan sigur

Dagný og stöllur hennar í Portland Thorns unnu góðan 3-0 sigur í nótt.

ÍV/Getty

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Portland Thorns unnu góðan 3-0 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Portland Thorns var í gær að leika sinn fyrsta leik á leiktíðinni á heimavelli sínum, Providence Park, sem hefur verið í endurbyggingu. Rúmlega tuttugu þúsund manns mættu á leikinn í nótt en Portland Thorns hafði leikið fyrstu sex leiki tímabilsins á útivöllum í deildinni.

Dagný spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Portland Thorns í nótt og var hún í byrjunarliðinu í fimmta leiknum í röð. Margaret Purce skoraði í tvígang fyrir Portland og Marissa Everett gerði þriðja markið fyrir liðið.

Með sigrinum komst Portalnd upp í annað sæti deildarinnar og upp í 14 stig eftir að hafa unnið þrjá leiki af síðustu fjórum leikjum sínum. Washingt­on Spi­rit trónir á toppn­um með 16 stig.

Eftir leikinn fögnuðu leikmenn Portland sigrinum úti á vellinum og þar hélt Dagný á syni sínum, Brynjari, sem vakti mestu athyglina. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið