Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagný og Gunn­hild­ur í sigurliðum

Dagný og Gunn­hild­ur voru báðar í sigurliðum í nótt.

Dagný. ÍV/Getty

Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir voru báðar í eldlínunni með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Dagný Brynj­ars­dótt­ir og liðsfélagar hennar í Port­land Thorns unnu 1-0 sigur á Sky Blue í deildinni í nótt.

Margaret Purce skoraði eina markið í leiknum á 69. mínútu og Portland Thorns stóð á endanum uppi sem sigurvegari í leiknum. Með sigrinum fór liðið upp í 3. sæti deildarinnar og er nú komið með 11 stig eftir sex leiki.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur hennar í Utah Royals eru þá á toppi deildarinnar eftir 2-0 sigur á Orlando Pride í nótt.

Sigurinn hjá Gunnhildi og stöllum í Utah Royals varð til þess að liðið endurheimti toppsætið í deildinni. Liðið er með 13 stig.

Báðar voru þær í byrjunarliðum liða sinna og spiluðu allan tímann.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun