Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagný mis­steig sig í topp­bar­átt­unni

Dagný og stöllur hennar í Portland misstigu sig í toppbaráttunni í Bandaríkjunum í nótt.

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Portland Thorns misstigu sig í toppbaráttunni í bandarísku at­vinnu­manna­deild­inni í nótt en þær gerðu 1-1 jafntefli við botnliðið Sky Blue á heimavelli sínum.

Dagný var í byrjunarliði Portland og lék allan leikinn. Hayley Raso skoraði fyrir Portland í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu en Sky Blue jafnaði metin þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Dagný komst nálægt því að skora í blálokin þegar skallatilraun hennar hafnaði í þverslánni. Lokatölur leiksins urðu 1-1.

Portland hefði með sigri komist á topp deildarinnar en liðið er nú með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði North Carolina Courage.

Hvorki gengur né rekur hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og samherjum hennar hjá Utah Royals. Liðið tapaði fyrir Chicago Red Stars í nótt, 2-0, og hefur liðið nú leikið sex leiki í atvinnudeildinni í röð án sigurs.

Gunnhildur var í byrjunarliði Utah í nótt og spilaði allan tímann. Utah er 7. sætinu með 18 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun