Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Dagný á toppn­um

Dagný og stöll­ur henn­ar í Portland Thorns skutust á topp bandarísku atvinnudeildarinnar með sigri á útivelli í nótt.

Mynd/Portland

Dagný Brynjarsdóttir og stöll­ur henn­ar í Portland Thorns skutust á topp bandarísku atvinnudeildarinnar með sigri á útivelli í nótt.

Portland Thorns vann liðið í 6. sæti, Houston Dash, 2-1, með mörk­um frá þeim Tyler Lussi og Margaret Purce. Dagný spilaði allan leikinn með Portland, sem fór upp fyrir Wasington Spirit með sigrinum í nótt.

Portland Thorns er með 19 stig að loknum tíu umferðunum og er með einu stigi meira en Wasington Spirit, sem er í 2. sæti.

Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir og stöllur hennar í Utah Royals lutu í lægra haldi fyrir Seattle Reign í fyrrinótt, 2-0. Utah Royals er í 4. sæti með 17 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun