Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA upp í annað sætið – Hörður og Arnór léku báðir

Hörður og Arnór spiluðu báðir þegar CSKA skaust upp í annað sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með sigri í dag.

ÍV/Getty

Íslendingaliðið CSKA Moscow er komið upp í annað sæti rússnesku úr­vals­deild­ar­inn­ar eft­ir 0-1 útisig­ur á Ural í dag.

Hörður Björgvin Magnússon lék í 54. mínútur í vörn CSKA í leiknum og Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og spilaði síðasta hálftímann.

Mario Fernandes, leikmaður CSKA, sá um að skora eina mark leiksins.

Hörður fékk í leiknum sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni sem þýðir að hann þarf að taka út leikbann í næstu umferð þegar CSKA mætir FC Ufa í lok þessa mánaðar.

CSKA fór upp fyrir Krasnodar og upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum í dag. CSKA er komið með 36 stig en Krasnodar er með einu stigi minna. Jón Guðni Fjóluson leikur fyrir Krasnodar.

Krasnodar getur á morgun endurheimt annað sætið þegar liðið fer í heimsókn til Lokomotiv Moscow.

Hörður, Arnór og Jón Guðni eru allir í landsliðshópi Íslands sem mætir Andorra næsta föstudag og Frakklandi aðeins þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Zenit St. Petersburg trónir á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar, með 40 stig, þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Fyrsta og annað sætið í deildinni tryggir liðum í deildinni fast sæti í Meistaradeild Evrópu en þriðja sætið gefur umspilssæti í sömu keppni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun