Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA náði í stig gegn toppliðinu

CSKA Moskva náði stigi gegn toppliðinu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/business-gazeta

Íslendingaliðið CSKA Moskva gerði fína ferð til Pétursborgar þar sem liðið náði 1-1 jafntefli gegn toppliðinu Zenit.

Hörður Björgvin Magnússon var að vanda öfl­ug­ur í vörninni hjá CSKA en hann lék allan leikinn fyrir liðið og átti góðan leik. Arnór Sigurðsson sat allan leikinn á varamannabekknum hjá CSKA.

Nikola Vlašić kom CSKA yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og CSKA leiddi 1-0 í hálfleik.

Í byrjun síðari hálfleiks fékk leikmaður CSKA að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Zenit nýtti sér liðsmun­inn og jafnaði metin á 73. mínútu með marki frá Aleksandr Yerokhin. Lokatölur urðu 1-1. CSKA er í 5. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 15 leiki.

Aron Bjarnason í sigurliði 

Aron Bjarnason kom inn á sem varamaður á 78. mínútu hjá Újpest og lék síðustu mínúturnar þegar liðið vann 3-2 sigur á Kaposvar í ungversku úrvalsdeildinni.

Þegar 11 umferðir eru að baki í ungversku úrvalsdeildinni er Újpest í 7. sæti með 14 stig. Aron hef­ur spilað tíu af ellefu leikj­um liðsins í deild­inni en aðeins tvisvar sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu.

Jafntefli hjá Elmari og Kolbeini

Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn með Akhisarspor sem gerði 1-1 jafntefli við Adana Demirspor í tyrknesku 1. deildinni.

Akhisarspor er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig, þremur stigum á eftir toppliði Hatayspor eftir tíu umferðir.

Þá var Kolbeinn Þórðarson ónotaður varamaður hjá Lommel þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Westerlo í belgísku 1. deildinni. Lommel situr í botnsæti deildarinnar með 8 stig eftir 13 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun