Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA náði í fyrsta stigið

Íslendingaliðið CSKA Moskva innbyrti í kvöld sitt fyrsta stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Íslendingaliðið CSKA Moskva og Ferencvaros mættust í 4. um­ferð í H-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld, á heimavelli Ferencvaros.

Leik­ur­inn var án marka og CSKA fékk þar með aðeins eitt stig í bar­átt­unni í neðri hluta riðilsins.

Þetta var fyrsta stig CSKA Moskvu í riðlinum og vermir liðið neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. Espanyol er í toppsætinu með 10 stig, Ludogorets Razgrad í öðru sæti með 6 stig og Ferencvaros er í því þriðja með 5 stig, fjórum stigum meira en CSKA.

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn í fremstu víglínu CSKA Moskvu og Hörður Björgvin Magnússon spilaði fyrstu 81 mínútuna í öftustu línu liðsins.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun