Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA Moskva komið í þriðja sætið

CSKA Mosvka er í þriðja sætinu í rússnesku úrvalsdeildinni eftir sigur í dag.

Íslendingaliðið CSKA Mosvka komst í dag í þriðja sætið í rússnesku úrvalsdeildinni með því að sigra Arsenal Tula, 2-1, á útivelli.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn sem miðvörður vinstra megin í þriggja manna vörn. Arnór Sigurðsson var ekki með vegna meiðsla.

Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins eftir tíu mínútna leik en IIzat Akhmetov jafnaði metin á 17. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum á 73. mínútu skoraði Cedric Kouame sigurmarkið fyrir CSKA Mosvku og 2-1 sigur liðsins staðreynd.

CSKA Moskva hefur þar með 16 stig í 3. sæti að loknum átta umferðum í rússnesku úrvalsdeildinni. Íslendingaliðin Krasnodar og Rostov eru jöfn á toppi deildarinnar með 17 stig en Krasnodar hefur betri markatölu. Aðeins tvö stig eru í næstu lið hjá CSKA sem er Zenit frá Pétursborg og grannaliðin Lokomotiv Moskva og Spartak Moskva.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun