Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA Moskva betra í Íslend­inga­slag

CSKA Moskva lagði Rubin Kazan að velli í slag Íslend­ingaliðanna í Rússlandi.

ÍV/Getty

CSKA Moskva hafði betur gegn Rubin Kazan á útivelli í Íslendingaslag í rússnesku úrvalsdeildinni í dag, 1-0.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu í leiknum í dag og hjá Rubin Kazan var Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliðinu. Hörður Björgvin og Viðar Örn léku allan leikinn en Arnóri var skipt af velli á 68. mínútu leiksins.

Fedor Chalov skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti í vítateig Rubin fjórum mínútum fyrir leikhlé.

CSKA Mosvka hefur nú unnið þrjá leiki í röð í deildinni og er í öðru sæti deildarinnar með 9 stig, einu stigi á undan Íslendingaliðinu Rostov og einu stigi á eftir toppliði Zenit. Viðar Örn og félagar í Rubin Kazan eru í 8. sætinu með 7 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun