Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA kom til baka og vann botnliðið

CSKA Moskva sneri tafl­inu við og vann botnliðið í rússnesku úrvalsdeildinni.

CSKA Moskva sneri blaðinu við og vann langþráðan sigur í dag er liðið hafði betur gegn botnliði Sochi, 3-2, á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn CSKA Moskvu og Arnór Sigurðsson lék fyrstu 71 mínútuna í fremstu víglínu liðsins.

Sochi komst yfir strax á 7. mínútu leiksins en á 16. mínútu var staðan orðin jöfn þegar leikmaður Sochi varð fyrir því óhappi að skora í eigið mark. Undir lok fyrri hálfleiks komst Sochi aftur yfir er liðið fékk vítaspyrnu. Staðan í hálfleik var því 2-1.

Fljótlega í síðari hálfleik jafnaði Ivan Oblyakov metin fyrir CSKA Moskvu með glæsilegu skoti rétt fyrir utan teig og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Fedor Chalov þriðja markið fyrir CSKA Moskvu. Þar við sat, lokatölur 3-2, fyrir CSKA Moskvu.

CSKA Moskva hefur nú minnkað forskot Zenit frá Sankti Pétursborg á toppnum og er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig. CSKA hafði fyrir leikinn í dag ekki hrósað sigri í síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum.

Hólmar Örn lék í tapi 

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia í 1-0 tapi gegn Botev Plovdiv í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Levski Sofia er dottið niður í þriðja sæti með 35 stig, fimm stigum minna en topplið Ludogorets eftir 16 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun