Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

CSKA enn án sig­urs í riðlakeppn­inni

CSKA Moskva er enn stigalaust í H-riðli Evrópudeildarinnar.

ÍV/Getty

CSKA Moskva og Ferencvaros mættust í 3. um­ferð í H-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld, á heimavelli CSKA og urðu lokatölur 1-0 fyrir Ferencvaros.

Hörður Björg­vin Magnús­son lék allan leikinn fyrir CSKA á meðan Arn­ór Sig­urðsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar fyrir liðið.

Roland Varga skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu og tryggði Ferencvaros þar með sigurinn.

CSKA er án stiga í botnsæti riðilsins en þetta var þriðja tap liðsins í jafn­mörg­um leikj­um.

Hvorki Albert Guðmundsson né Rúnar Már Sigurjónsson léku þegar AZ Alkmaar, lið Alberts, tók á móti Astana, liði Rúnars Más, í L-riðlinum. AZ Alkmaar rótburstaði Astana, 6-0.

Albert verður frá keppni í nokkra mánuði eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði en Rúnar er tognaður og snýr líklega aftur á völlinn í næsta mánuði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun