Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Cardiff átti ekki möguleika í Manchester City

Ríkjandi meistarar Manchester City áttu ekki í miklum erfileikum með Aron Einar og samherja hans í Cardiff í kvöld.

ÍV/Getty

Ríkjandi meistarar Manchester City fóru ansi illa með Cardiff í ensku úr­vals­deild­inni á Etihad Stadium í kvöld og hafði 2-0 sig­ur. Liðsmenn Neil Warnock í Cardiff voru and­laus­ir og aldrei lík­leg­ir til af­reka gegn feiknasterku liði Manchester City.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í leiknum í kvöld en var tekinn af velli á 81. mínútu.

Meistararnir í Manchester City komust yfir snemma leiks með marki frá Kevin De Bruyne eftir aðeins 6. mínútur en hann hafði skorað úr þröngu færi með skoti upp í þaknetið. Liðið bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé, á 44. mínútu, og það var Leroy Sané sem gerði það mark. Það mark lá lengi í loftinu en Sané skoraði með föstu skoti rétt fyrir utan vítateg Cardiff.

Manchester City átti alls 27 marktilraunir í leiknum á móti aðeins fjórum frá Cardiff. Þá var City alls 78% með boltann í leiknum.

Cardiff situr enn í 18. sæti, sem er fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, með 28 stig þegar liðið á sjö umferðir eftir af leiktíðinni. Fimm stigum munar á Cardiff og Burnley, sem er í 17. sætinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun