Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brøndby tapaði fyrir FCK

Hjörtur Hermannsson var allan tímann í vörn Brøndby sem tapaði fyrir FC Kaupmannahöfn í dag.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson lék í stöðu miðvarðar í vörn Brøndby sem laut í lægra haldi fyrir FC Kaupmannahöfn, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn fór fjöruglega af stað þar sem þrjú mörk litu dagsins ljós á fyrstu tólf mínútunum. Simon Tibbling skoraði fyrir Brøndby strax á sjöttu mínútu en FC Kaupamannahöfn svaraði vel fyrir og setti tvö mörk á 10. mínútu og þeirri 12. mínútu.

Í upphafi seinni hálfleiks varð varnarmaður FC Kaupmannahöfn fyrir því óláni að skora sjálfsmark en stuttu síðar skoraði Rasus Falk þriðja markið fyrir FC Kaupmannahöfn og fór svo að lokum að liðið hrósaði 3-2 heimasigri í dag.

Liðin voru í dag að leika innbyrðis í efra umspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því í vetur og Hjörtur og samherjar hans í Brøndby sitja í fimmta sætinu með 43 stig.

Hjörtur komst fyrir nokkrum vikum í bikarúrslit dönsku bikarkeppninnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun