Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brøndby komst í þriðja sætið

Hjört­ur og fé­lag­ar hans eru komnir upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í kvöld.

Mynd/3point

Hjörtur Hermannsson og liðsfélgar hans í danska liðinu Brøndby komust á ný í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar þeir lögðu Silkeborg að velli, 1-0, á útivelli.

Hjört­ur var í byrjunarliði Brøndby og spilaði allan tímann í þriggja manna varn­ar­línu liðsins. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir rúman stundarfjórðung og það gerði Simon Hedlund er hann skoraði af stuttu færi úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Lokatölur urðu því 1-0 fyrir Brøndby, sem er komið í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 15 umferðir. Midtjylland trónir á toppnum með 38 stig og FC Kaupmannahöfn er í öðru sætinu með 34 stig, sex stigum meira en Brøndby.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun