Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brøndby getur náð Evrópusæti

Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Brøndby eru nú í þeirri stöðu að geta náð Evrópusæti.

Hjörtur Hermannsson leikur fyrir Brøndby.

Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í danska liðinu Brøndby eru nú í þeirri stöðu að geta náð Evrópusæti eftir að unnið 4-1 sigur á Midtjylland í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby í leiknum í dag og lék allan tímann. Þetta var ellefti byrjunarliðsleikur Hjartar í röð en hann var mikið á varamannabekk liðsins á fyrri hluta tímabilsins.

Brøndby hefur unnið tvo leiki í röð þegar aðeins ein umferð er eftir og er í 5. sæti, þremur stigum á eftir liði OB frá Óðinsvé sem er í 4. sæti en það sæti gefur umspilssæti í Evrópudeildinni.

Það vill svo til að Brøndby og OB mætast í lokaumferðinni. Ef Hjörtur og félagar í Brøndby vinna OB þá enda þeir í 4. sætinu út af betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun