Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brøndby fer í umspil um Evrópusæti

Brøndby vann sigur á OB í dag og fer í umspil um Evrópusæti

ÍV/Getty

Brøndby vann í dag gríðarlega mik­il­væg­an 2-0 sigur á OB í lokaumferðinni í meistarariðli dönsku úrvaldeildarinnar. Sigurinn tryggði liðinu 4. sætið í deildinni sem gefur liðinu umspilssæti í Evrópudeildinni. Hjörtur Hermannsson lék allan tímann í vörn Brøndby í leiknum í dag.

Hjörtur og samherjar hans í Brøndby voru í þeirri stöðu fyrir leikinn í dag að geta náð umspilssæti í Evrópudeildinni eftir að unnið sigur á Midtjylland í síðustu umferð. Fyrir leikinn í dag var Brøndby í 5. sæti meistarariðilsins, þremur stigum á eftir liði OB frá Óðinsvé sem var í 4. sæti.

Það vildi þannig til að Brøndby og OB mættust í lokaumferðinni. Kamil Wilczek kom Brøndby yfir með marki á 38. mínútu og Mikael Uhre tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu. Simon Hedlund, leikmaður Brøndby, fékk að líta beint rautt spjald þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en það kom ekki að sök. Brøndby sigraði leikinn 2-0.

Brøndby mun í framhaldinu leika næsta föstudag annað hvort við AGF frá Árósum eða Randers um laust sæti í Evrópudeildinni að ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun