Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brøndby áfram í þriðja sæti

Hjörtur og félagar í Brøndby eru áfram í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson lék allan tímann í vörn Brøndby sem sigraði Esbjerg, 2-1, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Samuel Mraz skoraði tvö mörk fyrir Brøndby með stuttu millibili í fyrri hálfleiknum og staðan í leikhléi var 2-0.

Það voru gest­irn­ir í Esbjerg sem áttu loka­orðið í leiknum en þeim tókst að minnka muninn þegar stundarfjórðungur var eftir, en það dugði ekki, því Brøndby vann leikinn 2-1.

Brøndby er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir 16 umferðir og er nú með 31 stig, þremur stigum á eftir FC Kaupmannahöfn, sem er í öðru sætinu. Midtjylland er á toppnum með 41 stig.

Arnór Ingvi áfram í bikarnum

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans í sænska liðinu Malmö eru komnir áfram í sænsku bikarkeppninni eftir 2-0 sigur á C-deildarliðinu Varnamo.

Arnór Ingvi hóf leikinn á varamannabekknum en lék síðustu tuttugu mínúturnar. Keppni í sænsku úrvalsdeildinni lauk um síðustu helgi og Malmö endaði þar í öðru sæti með 65 stig, aðeins stigi á eftir Djurgarden.

Brage tapaði umspilinu

Ekkert verður af því að Bjarni Mark Antonsson og félagar hans í Brage leiki í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Brage gerði í dag 2-2 jafntefli við Kalmar í seinni leik liðanna í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Bjarni Mark lék fyrstu 67 mínúturnar í leiknum.

Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Kalmar, sem vinnur einvígið samanlagt 4-2.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun