Fylgstu með okkur:

Fréttir

Breiðablik að selja Aron til Ungverjalands

Breiðablik og ungverska félagið Újpest hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Aroni Bjarna­syni.

Mynd/Breiðablik

Breiðablik hef­ur samþykkt til­boð ungverska úrvalsdeildarfélagsins Újpest í Aron Bjarnason. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Breiðabliki í kvöld.

Það virðist því nokkuð öruggt að þessi öfl­ugi leikmaður, sem hefur leikið mjög vel með Breiðabliki í sumar, sé á leið út í atvinnumennsku en hann ræðir nú í fram­hald­inu um kaup og kjör við Újpest, sem staðsett er í Búdapest í Ungverjalandi.

Újpest endaði í 5. sæti af 12 í ungversku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur orðið ung­versk­ur alls 20 sinn­um, síðast árið 1998 en stóð uppi sem sigurvegari í bikarkeppninni þar í landi á síðasta ári.

Aron, sem er 23 ára miðju- og sóknarmaður, er að leika sitt þriðja tímabil með Breiðabliki og hann hefur leikið 49 leiki fyrir liðið og í þeim skorað 12 mörk. Hann kom til félagsins frá ÍBV en lék áður með liðunum Fram og Þrótti R.

Heimild: mbl.is

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir