Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brage vann Íslend­inga­slag­inn

Bjarni Mark og samherjar hans í Brage höfðu betur gegn Mjällby í Íslendingaslag.

Bjarni Mark leikur fyrir Brage í Svíþjóð.

IK Brage sigraði Mjällby 2-1 á útivelli í Íslendingaslag í sænsku B-deildinni í dag, en alls léku þrír Íslendingar í leiknum.

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Mjällby í leiknum og Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður og lék síðasta hálftímann fyrir Mjällby. Bjarni Mark Antonsson spilaði þá allan leikinn fyrir IK Brage.

Mjällby náði forystunni í leiknum eftir hálftíma leik með marki frá Mohanad Jeahze og liðið leiddi í hálfleik, 1-0.

IK Brage jafnaði leikinn snemma í seinni hálfleik og nokkru síðar skoraði Christian Kouakou glæsimark fyrir Brage á 57. mínútu með frábæru skoti af 30 metra færi sem tryggði liðinu stigin þrjú í dag.

IK Brage heldur enn þriðja sæti deildarinnar eftir sigur í dag og er liðið nú aðeins einu stigi á eftir Mjällby, sem er í 2. sæti með 25 stig. Tvö efstu liðin í deildinni fara beint upp í efstu deild á meðan þriðja sætið gefur umspil um laust sæti.

Í norsku úrvalsdeildinni á sama tíma lék Matthías Vilhjálmsson í 82. mínútur með Vålerenga sem gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg. Vålerenga er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun