Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Brage tapaði fyrri leikn­um

Bjarni Mark og samherjar hans í Brage lutu í lægra haldi í fyrri leiknum um laust sæti í sænsku úrvalsdeildinni.

Mynd/dt.se

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage sem mætti Kalmar í fyrri leik liðanna í um­spili um laust sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikn­um lauk með 2-0 sigri Kalmar en Bjarni spilaði allan leikinn.

Leikið var á heimavelli Brage og komust gestirnir í Kalmar yfir á 24. mínútu leiksins og staðan í hálfleik var 1-0.

Kalmar tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega klukkutímaleik og þar við sat í markaskorun.

Seinni leik­ur liðanna fer fram á heima­velli Kalmar á sunnudaginn næsta en Kalmar endaði í þriðja neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á meðan Brage endaði í þriðja sæti B-deild­ar­inn­ar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun