Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar spilaði í miklum markaleik

Böðvar spilaði í 4-2 sigri í Póllandi í dag.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok sem tók á móti Pogon Szczecin í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar í dag. Böðvar spilaði allan tímann í stöðu vinstri bakvarðar.

Jagiellonia Bialystok bar sigur úr býtum í miklum markaleik en alls sex mörk voru skoruð. Jagiellonia var búið að skora tvö mörk á fyrstu sjö mínútunum en Pogon Szczecin náði að skora eitt mark fyrir leikhléið. Eftir 66. mínútur náði Jagiellonia 3-1 forystu en tæpum tíu mínútum seinna minnkuðu gestirnir aftur muninn. Í blálokin gerði Martin Pospisil, leikmaður Jagiellonia, út um leikinn með glæsilegu marki fyrir utan vítateig. Lokatölur 4-2.

Böðvar og félagar í Jagiellonia eru í fjórða sæti í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig og eiga þrjá leiki eftir á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun