Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Böðvar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Jagiellonia Bialystok

Böðvar skoraði í dag sitt fyrsta mark fyr­ir lið sitt Jagiellonia Bialystok í Póllandi.

Böðvar Böðvarsson skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir Jagiellonia Bialystok í pólsku úrvalsdeildinni þegar hann innsiglaði 2-0 sigur liðsins gegn Arka Gdynia.

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði Patryk Klimala fyrir Jagiellonia Bialystok á 65. mínútu leiksins. Böðvar, sem lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar, skoraði síðan annað mark liðsins og rak smiðshöggið á sig­urinn með skoti innan teigs á 83. mínútu. Lokatölur urðu 2-0.

Jagiellonia Bialystok er í 7. sæti deildarinnar og er með 26 stig, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin að loknum 16 umferðum. Böðvar var í dag að spila sinn fjórða deild­ar­leik á leiktíðinni.

Markið hans Böðvars má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið